
Þetta verður bara stutt í dag þar sem að sólin skín úti og ég hef ákveðið að skella mér í sund! Hvernig væri nú að fara að hreyfa þennan slappa kropp og kannski vinna í tanninu í leiðinni.. það er jú grímuball animu á föstudaginn næstkomandi... ég held að ég verði Rauðhetta... systir mín kom með þessa snilldarhugmynd í gær yfir kaffbolla með familiíunni á vegamótum..
nú er bara að þramma niður í bæ og kaupa efni svo að saumkonan mín hún ash geti hafist handa við að sníða á mig rauða hettu og skikkju...
i search myself...i want u to find me...
i dont want anybody else....
ég held barasta að ég verði með skemmtiatriði á grímuballinu..langar ykkur að sjá hvernig það verður...welll..þetta verður mega dansatriði-just kík on it!
eg verð klárlega lang heitust...
annars er það í fréttum að ég át 1 kíló af appolo lakkrís í gær, hlóð 148 lögum á læmvæer, kynnti sálfræðideildina og sótti um vinnur fyrir sumarið...
ég endaði reyndar á því að skoða hinar og þessar ævintýraferðir til framandi landa..
ultimate sumardraumurinn væri að vinna bara júní og júlí og ferðast allan ágúst....
það væri svo sannarlega svít!
Best að hafa þetta bar svona stutt, mamma er enn að jafna sig eftir latex færsluna sem leiddi til þess að hún afneitaði mér sem dóttur sinni í útskriftarveislu marínar frænku á laugardaginn...
h

ég sótti um sjálfboðastarf hjá Rauða Krossinum hérna heima í gær... svo dreymdi mig að ég hefði ekki fengið starfið því að ég kann ekki að spila á hljóðfæri og ég grét allan drauminn yfir óréttlætinu í heiminum..
greinilega að minnimáttarkennd og streita yfir sumarstörfum er farin að gera vart við sig...
pharcyde á laugardaginn var bara hin ágætasta skemmtun fyrir utan frekar misheppnuð upphitunaratriði og þá 5 sem voru að dansa með mér... ótrúlega skrýtið hvað mætingin var léleg.. reyndar fórum ég og unnur eftir að þeir tóku Runnin...enda mesti smellurinn..
jæja farin að æfa dansinn minn í sundi...og brosa svo :)
siggadögg
-i am going to be your number one-
7 ummæli:
Vá, fabulous hair darling
ohhh takk takk...
slétti það um kl.7 um morguninn og vann svo allan daginn í helvísku roki og rigningu en náði að fingragreiða það á leiðinni á árshátíðna..ég var einmitt bara nokkuð sátt :)
Þú verður sko zizzzzlinnnggg rauðhetta ;) Ef þú ert að spá í að kíkja til Kína í ágúst,
þá hún Klara vinkona mín þar núna og verður líklegast eitthvað áfram!!!! LOVE LOVE LOVE dudurururum
Sjisse.. hvaða ótrúlega færi og brjálæðislega góði ljósmyndari tók þessa mynd?? Jahh maður hefur nefnilega heyrt því fleygt að þær myndir sem góðar eru af stúlkunni, halli hún undir flatt og snúi annarri hliðinni að myndavélinni. Því er nú ekki að skipta hér..
Annars styð ég þig í pælingum um draumasumar!!Verð að skjóta því inn að ákv. vinur okkar í skólanum (Mr. T)fær 5 VIKNA SUMARFRÍ!!! BORGAÐ!!!! HVERSU SWEET VÆRI ÞAÐ????
ohhhhh það væri draumur í dós.. flugvéladós :)
Klárlega ein besta hárgreiðsla sem ég hef séð þig með :) Fer þér mjög vel að vera með slétt hár Sigga mín :)Um að gera að ferðast bara sem mest :) Meðan þú getur baby ;)
slóvenía vissulega væri nýtt land yrsa mín..hmm..annars verð ég að segja að mig kitlar alveg að kíkja í heimsókn til þín.. franskan hefur aldrei togað jafn sterkt í mig eins og núna.. veit ekki hvað það er! kannski sakna ég þín bara :)
mig grunar hver er anonymous og kommentar á hárið mitt og kallar mig -sigga mín-...maðurinn sem blokkaði mig á msn...hmmm og segir alltaf baby...hmm..
Skrifa ummæli